Erlent

Karl Gústaf skrópar í brúðkaup

Sylvía, drottning Svíþjóðar, er sögð hafa talið Karl Gústaf konung ofan af því að vera viðstaddur brúðkaup besta vinar síns, greifans Noppe Lewenhaupts. Ástæðan mun vera sú að brúðurin er þrettán árum yngri en brúðguminn sem er 57 ára gamall. Þar að auki er þetta fjórða brúðkaup Lewenhaupts og mun drottningin vera búin að fá sig fullsadda af kvennamálum hans. Á myndinni eru í forgrunni Karl Gústaf og Margrét Danadrottning en fyrir aftan þau, á spjalli við Margréti, er Sylvía.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×