Stakkaskipti í atvinnulífinu 13. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun