Erlent

Krafa al-Sadr í tíu liðum

Sjíta klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur lagt fram kröfur í tíu liðum fyrir að binda enda á átökin í borginni Najaf í Írak. Hann segist reiðubúinn að flytja hersveitir sínar þaðan, gegn því að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama. Hann krefst þess einnig að þeir liðsmanna hans sem hafa verið handteknir verði látnir lausir og að hann og liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Þetta hljómar kunnuglega enda ekki í fyrsta skipti sem al-Sadr semur vopnahlé með þessum hætti. Fram til þessa hefur hann notað vopnahléin til þess að endurskipuleggja sveitir sínar og leggja svo til atlögu aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×