Innlent

Útiborð leyfð til tíu

Leyfi kaffihúsa til þess að þjóna til borðs utandyra verður hugsanlega framlengt til klukkan hálf tólf að kvöldi á sumum stöðum en endurskoðun vinnureglna stendur yfir. Útiborð hafa hingað til aðeins verið leyfð til klukkan tíu. Að sögn Samúels Marteins Karlssonar, starfsmanns lögreglunnar, hefur verið sótt um leyfi fyrir útiborð til klukkan hálf tólf. Við endurskoðun reglnanna verði þó að taka tillit til margra þátta, til að mynda nágranna, aðgengis og brunavarnarmála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×