Innlent

Björk fær afar misjafna dóma eftir Hróarskelduhátíðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir flutti lokatónleikana á Hróarskeldu.
Björk Guðmundsdóttir flutti lokatónleikana á Hróarskeldu.
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir fær afar misjafna dóma fyrir frammistöðu sína á nýliðinni Hróarskelduhátíð. Hún hélt lokatónleika hátíðarinnar á aðalsviðinu í gær. Gagnrýnandi Berlingske Tidende, Jan Eriksen, gefur Björk eina stjörnu og segir að lagavalið hjá Björk hafi ekki hentað í gær.

Aðrir voru hrifnari en gagnrýnandi Berlingske Tidende. Til dæmis Esben Strunk, gagnrýnandi hjá tónlistartímaritinu Gaffa. Hann gaf Björk fullt hús stiga, eða sex stjörnur af sex mögulegum. Esben segir að tónleikar Bjarkar hafi verið betri en tónleikar Bruce Springsteens á laugardagskvöld.

Mitt á milli er svo danska blaðið Politiken, sem gefur Björk þrjár stjörnur. Segir gagnrýnandi blaðsins að tónleikar Bjarkar hafi ekki staðist væntingar sem lokatónleikar á aðalsviði hátíðarinnar.

Sjá umfjöllun um Björk á vef danska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×