Fól Pence varaforseta að sjá um viðbrögð við veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 10:36 Pence og Trump á blaðamannafundinum um kórónuveiruna í gærkvöldi. Trump fól Pence að stýra viðbrögðum við veirunni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44