Innlent

Afhroð Framsóknarmanna

Gunnar I. Birgirsson bæjarstóri KópavogsMYND/Stefán

Framsóknarflokkurinn hefur tapað tveimur bæjarfulltrúum af þremur í Kópavogi. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisfokks heldur þó velli með sex fulltrúa á móti fimm. Merihlutinn var átta á móti þremur.

Gunnar I. Birgirsson bæjarstóri Kópavogs átti bágt með að skilja hví meirihlutanum gekk jafn illa og raun bar vitni. Hann taldi að gott starf hafi verið unnið á síðasta kjörtímabili og bjóst við betri úrslitum.

Samfylkingin bætir við sig manni og hefur nú fjóra fulltrúa. Vinstri grænir koma inn með nýjan fulltrúa. Þannig að þeir tveir menn sem Framsóknarmenn töpuðu skiptu sér á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×