Stóra prófið hjá Interpol 6. júlí 2007 03:45 Þriðja plata Interpol kemur út eftir helgi. Aðdáendur sveitarinnar bíða í ofvæni enda hefur lítið spurst út um ágæti plötunnar enn sem komið er. Þriðja plata Interpol er væntanleg í búðir eftir helgi en þriðja plata ýmissa listamanna hefur oft reynst þeim þrautinni þyngri. Steinþór Helgi Arnsteinsson athugaði málið betur. Hljómsveitin Interpol byrjaði fyrst að vekja athygli upp úr síðustu aldamótum og eftir stuttan túr um Bretland var sveitin meðal annars fengin til að spila hjá útvarpsmanninum John Peel hjá BBC. Hljómsveitin samdi loks við plötuútgáfuna Matador sem þykir með þeim virtari í sínum bransa (hefur haft á sínum snærum sveitir eins og Yo la tengo, Pavement, Belle & Sebastian og fleiri). Í lok árs 2002 leit síðan platan Turn on the Bright Lights dagsins ljós sem er án nokkurs vafa ein af betri plötum áratugarins. Önnur platan, Antics, kom út tveimur árum seinna og fékk ekki nærri eins góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. Nýlega var platan meira að segja valin ein af mestu vonbrigðum seinni ára hjá einum blaðamanni Stylus Magazine. Viðtökurnar voru samt sem áður engan veginn falleinkunn fyrir sveitina enda seldist Antics frekar vel og er þrátt fyrir allt stórfín plata sem hefur margt upp á að bjóða.Hættu fjórum sinnumNú, nærri þremur árum eftir Antics, hefur Interpol kvatt Matador og er búið að flytja sig yfir til eins af plöturisunum. Ekkert óvenjulegt skref, ef út í það er farið, enda sveitin orðin eitt af stærstu nöfnunum í tónlistarsenunni í dag. Þetta hafa einnig margar stórkostlegar sveitir gert við fínan orðstír (Sonic Youth, Modest Mouse og R.E.M til þess að nefna örfáar). Our Love to Admire heitir svo nýi gripurinn. Inniheldur ellefu lög og eiga þau að tryggja stöðu sveitarinnar og helst auðvitað að bæta um betur. Mörg bönd og margir tónlistarmenn hafa hins vegar lent í miklum vandræðum með þriðju breiðskífu sína. Interpol er samt þannig sveit að nánast engar líkur eru á því að nýja platan floppi. Mikið hefur samt gengið á hjá sveitinni enda viðurkenndi trommarinn Sam Fogarino í færslu á heimasíðu Interpol í fyrra að bandið hefði hætt fjórum sinnum á síðustu misserum.Ekkert nema hvíslLítið hefur verið skrifað um nýju plötuna enda eru meðlimir Interpol þekktir fyrir andúð sína á fjölmiðlum. Aðalgítarleikari sveitarinnar, Daniel Kessler, sagði hins vegar nýlega í viðtali við NME að sveitin hefði notast við hljómborð frá upphafi til enda við gerð plötunnar, eitthvað sem Interpol hefur ekki gert áður. Þeir fáu miðlar sem skrifað hafa um plötuna til þessa lýsa henni sem mun útværari en fyrri plötur og hafi mun grófari áferð. Fyrsta smáskífa plötunnar, The Heinrick Maneuver, gefur til kynna að sveitin ætli að halda sínu striki og ber með sér þennan eitraða Interpol-keim. Kemst þó ekki upp á sama stall og mörg bestu lög sveitarinnar. Fleiri spurningarmerkiSveitinni hefur tekist líka stórvel að koma í veg fyrir leka á plötunni og erfitt hefur verið að nálgast hana, nánast ómögulegt. Fáir dómar hafa einnig litið dagsins ljós. Níu af tíu hjá Drowned in Sound og eingöngu þrír af fimm hjá All Music Guide gefa manni lítið meira en eitt stórt spurningarmerki. Sveitin hefur verið að spila vítt og breitt um Evrópu um þessar mundir og fer síðan til Bandaríkjanna í haust. Ég sá sveitina spila í Noregi um síðustu helgi og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Meðlimir virtust hálf áhugalausir og spiluðu eingöngu þrjú lög af nýju plötunni. Undir lokin náði sveitin samt að framkalla þá töfra sem ég tengi við Interpol. Gefur manni von um að nýja platan valdi ekki vonbrigðum en hún kemur í verslanir hérlendis næstkomandi mánudag. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þriðja plata Interpol er væntanleg í búðir eftir helgi en þriðja plata ýmissa listamanna hefur oft reynst þeim þrautinni þyngri. Steinþór Helgi Arnsteinsson athugaði málið betur. Hljómsveitin Interpol byrjaði fyrst að vekja athygli upp úr síðustu aldamótum og eftir stuttan túr um Bretland var sveitin meðal annars fengin til að spila hjá útvarpsmanninum John Peel hjá BBC. Hljómsveitin samdi loks við plötuútgáfuna Matador sem þykir með þeim virtari í sínum bransa (hefur haft á sínum snærum sveitir eins og Yo la tengo, Pavement, Belle & Sebastian og fleiri). Í lok árs 2002 leit síðan platan Turn on the Bright Lights dagsins ljós sem er án nokkurs vafa ein af betri plötum áratugarins. Önnur platan, Antics, kom út tveimur árum seinna og fékk ekki nærri eins góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. Nýlega var platan meira að segja valin ein af mestu vonbrigðum seinni ára hjá einum blaðamanni Stylus Magazine. Viðtökurnar voru samt sem áður engan veginn falleinkunn fyrir sveitina enda seldist Antics frekar vel og er þrátt fyrir allt stórfín plata sem hefur margt upp á að bjóða.Hættu fjórum sinnumNú, nærri þremur árum eftir Antics, hefur Interpol kvatt Matador og er búið að flytja sig yfir til eins af plöturisunum. Ekkert óvenjulegt skref, ef út í það er farið, enda sveitin orðin eitt af stærstu nöfnunum í tónlistarsenunni í dag. Þetta hafa einnig margar stórkostlegar sveitir gert við fínan orðstír (Sonic Youth, Modest Mouse og R.E.M til þess að nefna örfáar). Our Love to Admire heitir svo nýi gripurinn. Inniheldur ellefu lög og eiga þau að tryggja stöðu sveitarinnar og helst auðvitað að bæta um betur. Mörg bönd og margir tónlistarmenn hafa hins vegar lent í miklum vandræðum með þriðju breiðskífu sína. Interpol er samt þannig sveit að nánast engar líkur eru á því að nýja platan floppi. Mikið hefur samt gengið á hjá sveitinni enda viðurkenndi trommarinn Sam Fogarino í færslu á heimasíðu Interpol í fyrra að bandið hefði hætt fjórum sinnum á síðustu misserum.Ekkert nema hvíslLítið hefur verið skrifað um nýju plötuna enda eru meðlimir Interpol þekktir fyrir andúð sína á fjölmiðlum. Aðalgítarleikari sveitarinnar, Daniel Kessler, sagði hins vegar nýlega í viðtali við NME að sveitin hefði notast við hljómborð frá upphafi til enda við gerð plötunnar, eitthvað sem Interpol hefur ekki gert áður. Þeir fáu miðlar sem skrifað hafa um plötuna til þessa lýsa henni sem mun útværari en fyrri plötur og hafi mun grófari áferð. Fyrsta smáskífa plötunnar, The Heinrick Maneuver, gefur til kynna að sveitin ætli að halda sínu striki og ber með sér þennan eitraða Interpol-keim. Kemst þó ekki upp á sama stall og mörg bestu lög sveitarinnar. Fleiri spurningarmerkiSveitinni hefur tekist líka stórvel að koma í veg fyrir leka á plötunni og erfitt hefur verið að nálgast hana, nánast ómögulegt. Fáir dómar hafa einnig litið dagsins ljós. Níu af tíu hjá Drowned in Sound og eingöngu þrír af fimm hjá All Music Guide gefa manni lítið meira en eitt stórt spurningarmerki. Sveitin hefur verið að spila vítt og breitt um Evrópu um þessar mundir og fer síðan til Bandaríkjanna í haust. Ég sá sveitina spila í Noregi um síðustu helgi og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Meðlimir virtust hálf áhugalausir og spiluðu eingöngu þrjú lög af nýju plötunni. Undir lokin náði sveitin samt að framkalla þá töfra sem ég tengi við Interpol. Gefur manni von um að nýja platan valdi ekki vonbrigðum en hún kemur í verslanir hérlendis næstkomandi mánudag.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira