Bíó og sjónvarp

Affleck og Damon skrifa saman á ný

Þeir voru ánægður félagarnir þegar þeir hlutu Óskarinn fyrir besta handritið. Ætli þeir leiki sama leikinn aftur?
Þeir voru ánægður félagarnir þegar þeir hlutu Óskarinn fyrir besta handritið. Ætli þeir leiki sama leikinn aftur? MYND/AP

Vinirnir Ben Affleck og Matt Damon ætla að skrifa saman handrit á ný. Það hafa þeir ekki gert síðan 1997 þegar þeir skrifuðu handritið af kvikmyndinni Good Will Hunting, sem síðar hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handritið.

Þegar þeir skrifuðu Good Will Hunting voru þeir algerlega óþekktir í Hollywood. Eftir myndina urðu þeir báðir að stórstjörnum. Þeir héldu svo hvor í sína átt.

Þeir eru nú í fríi með fjölskyldum sínum á Havaí og hafa ákveðið að vinna saman aftur. Haft er eftir talsmanni Damon að þeir stefni á handrit en ekki sett sér nein tímamörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×