Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2012 11:30 Borpallurinn Cosl Pioneer. Gerir hann Færeyinga að olíuþjóð í haust? Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, að sögn netmiðilsins oljan.fo. Þrjú félög standa að holunni; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borpallinum Cosl Pioneer er ætlað að bora 4.000-5.000 metra djúpa holu á Brugdan-svæðinu suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetrum frá miðlínunni við Bretlandseyjar, en þar er hafdýpið um 500 metrar. Til samanburðar má geta þess að dýpsta hola sem boruð hefur verið á Íslandi er um 3.200 metra djúp, í Hellisheiðarvirkjun. Færeysk fyrirtæki taka virkan þátt í verkinu. Auk olíufélagsins Atlantic Petroleum hafa þrjú þarlend félög fengið samninga sem undirverktakar; flugfélagið Atlantic Airways, skipafélagið Thor og fyrirtækið Atlantic Supply Base, sem rekur þjónustumiðstöð fyrir olíuleit í Rúnavík. Þá munu um 30 Færeyingar verða í vinnu á olíuborpallinum. Það er ekki síst þátttaka Exxon-Mobil sem ýtir undir nýja bylgju bjartsýni meðal Færeyinga, samkvæmt grein á Faroe Business Report, en þar segir að bandaríski olíurisinn hafi orð á sér fyrir varkárni og að ráðast ekki í verkefni nema að undangengnum vönduðum rannsóknum. Þetta verður áttunda holan sem boruð er við Færeyjar frá árinu 2001 en hinar sjö skiluðu ekki tilætluðum árangri. Síðast var borað árið 2006, niður 4.200 metra dýpi, en þá vildi svo illa til að borinn festist. Hann var þá komin niður á gaslind, sem ekki var talin nægilega stór til að vinnsla svaraði kostnaði. Færeyingar eru viðbúnir því að þurfa að sýna þolinmæði og minna sig á að yfir 30 holur voru boraðar án árangurs í lögsögu Noregs áður en olían fannst og 90 holur í Barentshafi. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, að sögn netmiðilsins oljan.fo. Þrjú félög standa að holunni; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borpallinum Cosl Pioneer er ætlað að bora 4.000-5.000 metra djúpa holu á Brugdan-svæðinu suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetrum frá miðlínunni við Bretlandseyjar, en þar er hafdýpið um 500 metrar. Til samanburðar má geta þess að dýpsta hola sem boruð hefur verið á Íslandi er um 3.200 metra djúp, í Hellisheiðarvirkjun. Færeysk fyrirtæki taka virkan þátt í verkinu. Auk olíufélagsins Atlantic Petroleum hafa þrjú þarlend félög fengið samninga sem undirverktakar; flugfélagið Atlantic Airways, skipafélagið Thor og fyrirtækið Atlantic Supply Base, sem rekur þjónustumiðstöð fyrir olíuleit í Rúnavík. Þá munu um 30 Færeyingar verða í vinnu á olíuborpallinum. Það er ekki síst þátttaka Exxon-Mobil sem ýtir undir nýja bylgju bjartsýni meðal Færeyinga, samkvæmt grein á Faroe Business Report, en þar segir að bandaríski olíurisinn hafi orð á sér fyrir varkárni og að ráðast ekki í verkefni nema að undangengnum vönduðum rannsóknum. Þetta verður áttunda holan sem boruð er við Færeyjar frá árinu 2001 en hinar sjö skiluðu ekki tilætluðum árangri. Síðast var borað árið 2006, niður 4.200 metra dýpi, en þá vildi svo illa til að borinn festist. Hann var þá komin niður á gaslind, sem ekki var talin nægilega stór til að vinnsla svaraði kostnaði. Færeyingar eru viðbúnir því að þurfa að sýna þolinmæði og minna sig á að yfir 30 holur voru boraðar án árangurs í lögsögu Noregs áður en olían fannst og 90 holur í Barentshafi.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira