Spyrjum að leikslokum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 4. júní 2012 09:15 Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Sjá meira
Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun