Sport

Stærsta áfallið á ferli hans

Eriksson fékk enn eina ferðina að kenna á því frá bresku pressunni
Eriksson fékk enn eina ferðina að kenna á því frá bresku pressunni NordicPhotos/GettyImages

Aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga í knattspyrnu, segir að gildran sem blaðamenn News of the World leiddu hann í um helgina sé stærsta áfall sem hann hafi orðið fyrir á ferli sínum sem þjálfari, en tekur fram að Eriksson sé 100% einbeittur í starfi sínu sem landsliðsþjálfari og muni ekki segja af sér.

Blaðamenn breska blaðsins News of the World settu á svið mikið og vel skipulagt leikrit, þar sem þeir dulbjuggu sig og sögðust vera milljónamæringar sem hefðu í hyggju að kaupa lið í ensku úrvalsdeildinni og vildu fá Eriksson til að þjálfa hjá sér.

"Eriksson hefur þurft að ganga í gegn um margt síðan hann tók við þessu starfi, en þetta toppar allt sem á undan er gengið," sagði Tord Grip, sem hefur verið hægri hönd Eriksson í fjölda ára. "En ég veit fyrir víst að hann lætur þetta ekki á sig fá og er fullkomlega einbeittur að starfi sínu. Þetta var engu að síðust mikið áfall fyrir hann að lenda í þessu og þetta sýnir honum einfaldlega að hann getur engum treyst. Hann hefur nú talað við leikmenn liðsins og málið verður brátt úr sögunni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×