Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júní 2018 19:45 Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira