Frá grunni eða á sterkum grunni? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 09:00 Ferðaþjónusta er í eðli sínu fjölbreytt, litskrúðug og skapandi atvinnugrein sem byggir 80-90% á frumkvöðlum, eldhugum og einstaklingum sem hafa skapað sjálfum sér og fjölskyldu sinni atvinnu um allar landsbyggðir Íslands. 10-20% greinarinnar byggir á stórfyrirtækjum í ferðaþjónustu með hundruð og sum þúsundir starfsmanna. Eðlilega eru ekki sömu þarfir eða lausnir sem duga í því ástandi sem við stöndum frammi fyrir núna en á sama tíma þurfum við að sjá fyrir öfluga endurreisn í nýjum veruleika. Öll sú fjárfesting og þrotlaus uppbygging aðila í allri virðskeðju ferðaþjónustunnar er mikilvæg og hana verður að standa vörð um. Við verðum að finna leiðir til að koma fyrirtækjum í var til þess að vernda grunninn, grunnin sem mun gefa okkur tækifæri á að byggja upp að nýju, ekki frá grunni heldur á sterkum grunni. Hvað þarf að gera? - Það er verk að vinna! Ræsum bakvarðasveit ferðaþjónustunnar og höldum mikilvægri innviðauppbyggingu áfram. Gefum fólki færi á að vinna að verkefnum sem efla fyrirtækin ásamt því að gefa starfsmönnum á hlutabótlaleið tækifæri á að vinna þörf verkefni þrátt fyrir skert starfshlutfall. Ekkert er verra en verkefna og tilgangsleysi. Virkjum hugvitið og vinnum saman. - Hlúum áfram að nýsköpun á öllum stigum ferðaþjónustunnar. Um allt land hafa verið byggðir upp áfanga og áningastaðir sem draga að sér ævintýraþyrsta ferðalanga allsstaðar að úr heiminum. Dugar að nefna Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal á Austurlandi, Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit, Cave People á Suðurlandi, Lava Center á Hvolsvelli, Lava Show á Vík, Snow Dogs á Mývatni, Pink Iceland í Reykavík, Sjóböðin á Húsavík, Vök Baths við Egilsstaði, Efstidalur í uppsveitum suðurlands, Borea Adventures á Ísafirði og svo miklu miklu fleiri. Súrefni til allra þeirra fyrirtækja sem kryddað hafa landið af fjölbreyttri þjónustu, lífi og litskrúðugra samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Í sumar líkt og önnur sumur gefst Íslendingum kjörið tækifæri að upplifa þessar perlur sem vonandi verður raunin um ókomin ár í framhaldi. - Hugvit og tækni í ferðaþjónustu. Hugum að tækniþróun, sjálfvirknivæðingu og markaðssetningu sem byggir upp innviði fyrirtækjanna sjálfra og skilur hagnaðinn eftir heima í hlaði. Ótal tæknifyrirtæki hafa stigið fram á sviðið undanfarin ár með frábærar lausnir fyrir ferðþjónustufyrirtæki þar sem unnið er að aukinni framlegð, minni sóun, minni kostnaði og sterkara viðskiptavinasambandi. Tæknifyrirtæki á borð við GoDo, Ferðavefi, Splitti, Travelade, SmartGuide, Corivo, Origo, Sahara, Hótelráðgjöf, Bókun og Advania eru dæmi um aðila sem hafa sérsniðnar tæknilausnir á litlum og stórum skala. Mikilvægast fyrir neytendur er að hafa í huga að bóka ferðina sína eða hótelherbergið alltaf beint hjá þjónustuaðila eða í gegnum íslenskar bókunarsíður sé þess kostur. Með því tryggjum við að kostnaður við þjónustu milliliða verði eftir í íslensku hagkerfi en hverfi ekki úr landi í gegnum stórar alþjóðlegar bókunarsíður. Markaðssetning á Íslandi sem áfangastað verður að taka mið af þessum mikilvæga þætti því þarna er sannarlega verk að vinna. - Leiðandi í sjálfbærni og ábyrgri ferðaþjónustu. Tæplega 200 fyrirtæki eru í dag virkir þátttakendur í verkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu. Loforð þeirra er að ganga vel um náttúru og umhverfi, koma fram við starfsmenn og gesti af háttvísi, efla nærsamfélagið sitt og tryggja öryggi gesta sinna öllum stundum. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa rétta hugafarið til að byggja upp ferðaþjónustu í hinni nýju veröld. Vinnum með þeim. Ferðaþjónusta til framtíðar verður að byggjast á styrkum stoðum sjálfbærni og nú eigun við allt að vinna til að svo verði. Viðspyrna íslensks samfélags á allt undir því að ferðaþjónustan sameinist um grundvallaratriði sjálfbærni og að jafnvægi sé milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta. Ferðaþjónusta mun án efa verða leiðandi atvinnugrein á Íslandi til frambúðar en best væri að megin stoðir atvinnulífsins stæðu að mestu jöfnum fótum svo tímabundnar sveiflur innan atvinnugreina hefðu sem minnst langtímaáhrif fyrir samfélagið. - Samstaða, samstarf og sterkur grunnur. Gerum allt sem við getum og aðeins meira heldur en það. Samkeppnishæfni Íslands næsta áratuginn stendur og fellur með ákvörðunum sem verða teknar núna. Nú stendur yfir álagspróf á íslenskt samfélag og það er enginn undanskilinn. Hvorki stjórnmálamenn, fyrirtækjaeigendur né starfsmenn. Það þurfa allir að sýna amk 100% frammistöðu, það er ekkert val, enginn varamannabekkur, ekkert pass, enginn frímiði, enginn besti vinur aðal. Núna er tíminn sem hefur aldrei komið áður og mun sennilega ekki koma aftur í bráð. Núna sýnum við úr hverju við erum gerð og gerum þetta almennilega svo sómi sé að. Vinnum þvert á kerfi, brjótum niður múra, sameinumst í verki og göngum stolt inní nýjan áratug sem bíður okkar stútfullur ævintýra akkúrat hinunmegin við hornið! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er í eðli sínu fjölbreytt, litskrúðug og skapandi atvinnugrein sem byggir 80-90% á frumkvöðlum, eldhugum og einstaklingum sem hafa skapað sjálfum sér og fjölskyldu sinni atvinnu um allar landsbyggðir Íslands. 10-20% greinarinnar byggir á stórfyrirtækjum í ferðaþjónustu með hundruð og sum þúsundir starfsmanna. Eðlilega eru ekki sömu þarfir eða lausnir sem duga í því ástandi sem við stöndum frammi fyrir núna en á sama tíma þurfum við að sjá fyrir öfluga endurreisn í nýjum veruleika. Öll sú fjárfesting og þrotlaus uppbygging aðila í allri virðskeðju ferðaþjónustunnar er mikilvæg og hana verður að standa vörð um. Við verðum að finna leiðir til að koma fyrirtækjum í var til þess að vernda grunninn, grunnin sem mun gefa okkur tækifæri á að byggja upp að nýju, ekki frá grunni heldur á sterkum grunni. Hvað þarf að gera? - Það er verk að vinna! Ræsum bakvarðasveit ferðaþjónustunnar og höldum mikilvægri innviðauppbyggingu áfram. Gefum fólki færi á að vinna að verkefnum sem efla fyrirtækin ásamt því að gefa starfsmönnum á hlutabótlaleið tækifæri á að vinna þörf verkefni þrátt fyrir skert starfshlutfall. Ekkert er verra en verkefna og tilgangsleysi. Virkjum hugvitið og vinnum saman. - Hlúum áfram að nýsköpun á öllum stigum ferðaþjónustunnar. Um allt land hafa verið byggðir upp áfanga og áningastaðir sem draga að sér ævintýraþyrsta ferðalanga allsstaðar að úr heiminum. Dugar að nefna Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal á Austurlandi, Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit, Cave People á Suðurlandi, Lava Center á Hvolsvelli, Lava Show á Vík, Snow Dogs á Mývatni, Pink Iceland í Reykavík, Sjóböðin á Húsavík, Vök Baths við Egilsstaði, Efstidalur í uppsveitum suðurlands, Borea Adventures á Ísafirði og svo miklu miklu fleiri. Súrefni til allra þeirra fyrirtækja sem kryddað hafa landið af fjölbreyttri þjónustu, lífi og litskrúðugra samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Í sumar líkt og önnur sumur gefst Íslendingum kjörið tækifæri að upplifa þessar perlur sem vonandi verður raunin um ókomin ár í framhaldi. - Hugvit og tækni í ferðaþjónustu. Hugum að tækniþróun, sjálfvirknivæðingu og markaðssetningu sem byggir upp innviði fyrirtækjanna sjálfra og skilur hagnaðinn eftir heima í hlaði. Ótal tæknifyrirtæki hafa stigið fram á sviðið undanfarin ár með frábærar lausnir fyrir ferðþjónustufyrirtæki þar sem unnið er að aukinni framlegð, minni sóun, minni kostnaði og sterkara viðskiptavinasambandi. Tæknifyrirtæki á borð við GoDo, Ferðavefi, Splitti, Travelade, SmartGuide, Corivo, Origo, Sahara, Hótelráðgjöf, Bókun og Advania eru dæmi um aðila sem hafa sérsniðnar tæknilausnir á litlum og stórum skala. Mikilvægast fyrir neytendur er að hafa í huga að bóka ferðina sína eða hótelherbergið alltaf beint hjá þjónustuaðila eða í gegnum íslenskar bókunarsíður sé þess kostur. Með því tryggjum við að kostnaður við þjónustu milliliða verði eftir í íslensku hagkerfi en hverfi ekki úr landi í gegnum stórar alþjóðlegar bókunarsíður. Markaðssetning á Íslandi sem áfangastað verður að taka mið af þessum mikilvæga þætti því þarna er sannarlega verk að vinna. - Leiðandi í sjálfbærni og ábyrgri ferðaþjónustu. Tæplega 200 fyrirtæki eru í dag virkir þátttakendur í verkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu. Loforð þeirra er að ganga vel um náttúru og umhverfi, koma fram við starfsmenn og gesti af háttvísi, efla nærsamfélagið sitt og tryggja öryggi gesta sinna öllum stundum. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa rétta hugafarið til að byggja upp ferðaþjónustu í hinni nýju veröld. Vinnum með þeim. Ferðaþjónusta til framtíðar verður að byggjast á styrkum stoðum sjálfbærni og nú eigun við allt að vinna til að svo verði. Viðspyrna íslensks samfélags á allt undir því að ferðaþjónustan sameinist um grundvallaratriði sjálfbærni og að jafnvægi sé milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta. Ferðaþjónusta mun án efa verða leiðandi atvinnugrein á Íslandi til frambúðar en best væri að megin stoðir atvinnulífsins stæðu að mestu jöfnum fótum svo tímabundnar sveiflur innan atvinnugreina hefðu sem minnst langtímaáhrif fyrir samfélagið. - Samstaða, samstarf og sterkur grunnur. Gerum allt sem við getum og aðeins meira heldur en það. Samkeppnishæfni Íslands næsta áratuginn stendur og fellur með ákvörðunum sem verða teknar núna. Nú stendur yfir álagspróf á íslenskt samfélag og það er enginn undanskilinn. Hvorki stjórnmálamenn, fyrirtækjaeigendur né starfsmenn. Það þurfa allir að sýna amk 100% frammistöðu, það er ekkert val, enginn varamannabekkur, ekkert pass, enginn frímiði, enginn besti vinur aðal. Núna er tíminn sem hefur aldrei komið áður og mun sennilega ekki koma aftur í bráð. Núna sýnum við úr hverju við erum gerð og gerum þetta almennilega svo sómi sé að. Vinnum þvert á kerfi, brjótum niður múra, sameinumst í verki og göngum stolt inní nýjan áratug sem bíður okkar stútfullur ævintýra akkúrat hinunmegin við hornið! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun