Íslenskur stuðningsmaður mölvaði gólf í víkingaklappi með Mexíkóum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 14:01 Stuðningsmaðurinn, í bol merktum Ragnari Sigurðssyni, fékk fólkið sannarlega með sér í víkingaklapp. En eitthvað varð undan að láta, gólfið. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Sjá meira
Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Sjá meira