Fótbolti

HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Arnar og Henry við Svarta hafið í morgun.
Arnar og Henry við Svarta hafið í morgun. vísir/vilhelm
Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna.

Það var ekki laus bekkur á steinaströndinni við Svarta hafið og mikil stemning í hitanum. Það var frekar kalt í gær og lítil sól þannig að fólk var fljótt af stað í dag.

Það er svo sem ágætt að það sé vel heitt í dag því liðið fer á morgun í enn meiri hita í Volgograd.

Arnar Björnsson og Henry Birgir fara um víðan völl í þætti dagsins. Ræða heimsókn Mið-Íslands til Kabardinka í gær, aðstæður liðsins og svo auðvitað upphafið á HM sem hefur verið stórskemmtilegt. Svo varð eiginlega að hætta með þáttinn vegna truflana frá strandverði á ströndinni sem lét ekki til segjast að hætta þessu gauli er hann var beðinn um það.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×