Heimir segir valið á Alfreð ekki snúast um traust Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 20:30 Alfreð Finnbogason ræðir málin við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck. Vísir/Pjetur Alfreð Finnbogason er eini Íslendingurinn í sögunni sem hefur skorað mark fyrir íslenska landsliðið á HM. Augljós staðreynd en það var ekki jafnaugljóst að Alfreð yrði í byrjunarliðinu gegn Argentínu síðastliðinn laugardag. Mark hans um miðjan fyrri hálfleik slökkti á stuðningsmönnum tvöföldu heimsmeistaranna og tryggði okkar mönnum stig. Margir höfðu spáð í spilin varðandi byrjunarliðið. Reiknað var með því að aðeins einn framherji myndi byrja og virtist valið standa á milli Alfreðs og Jóns Daða Böðvarssonar. Alfreð skoraði í síðustu tveimur æfingaleikjum fyrir HM en Jón Daði hefur skorað tvö mörk fyrir landsliðið á sex ára tímabili. Þeir eru hins vegar ólíkar týpur og með ólíka styrkleika. „Okkur fannst engin spurning miðað við hvernig leikurinn myndi spilast að Alfreð væri rétti senterinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í Akraborginni í gær.Alfreð er með frábæra fyrstu snertingu og sýndi það hér þegar hann tók listavel við boltanum gegn Argentínu.Vísir/VilhelmBer traust til allra framherjanna „Þetta snýst ekkert um traust við vitum allir hvað Alfreð getur. Hann hefur verið okkar markaskorari eftir að Kolbeinn meiddist. En við berum líka fullt traust til hinna senteranna,“ segir Heimir. Undir stjórn þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var Kolbeinn Sigþórsson fyrsti kostur í framherjann. Næstur, yfirleitt, var Jón Daði Böðvarsson og um tíma var Eiður Smári Guðjohnsen í samkeppni um sæti í liðinu. Tölfræði Alfreðs með landsliðinu er alls ekki slæm, raunar nokkuð góð. Mark í tæplega þriðja hverjum landsleik og í mörgum þeirra kom hann inn á sem varamaður. 48 leikir og 14 mörk. Mark á 176 mínútna fresti. Alfreð er langlíklegasti framherjinn til að hirða markamet Eiðs Smára með landsliðinu, 26 mörk. Í undankeppni HM 2014 byrjaði Alfreð þrjá leiki af tíu. Þá var hann í byrjunarliðinu í seinni umspilsleiknum gegn Króatíu vegna meiðsla Kolbeins. Ísland tapaði þremur af þessum fjórum leikjum. Hann kom svo inn á í samanlagt 75 mínútur í leikjunum fimm á EM 2016.Byrjunarliðið í 2-0 tapinu gegn Króatíu í Zagreb. Landsliðið sá aldrei til sólar í leiknum en lærði mikið af honum.Vísri/VilhelmByrjaði ekki keppnisleik í þrjú ár Síðan í tapinu í Zagreb í nóvember 2013 byrjaði Alfreð ekki keppnisleik með landsliðinu fyrr en í september 2016. Gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018, þegar Heimir var orðinn aðalþjálfari og Lars hættur. Hann skoraði eftir aðeins sex mínútur í 1-1 jafntefli. Hann skoraði í 3-2 sigrinum á Finnum og aftur í 2-0 sigrinum á Tyrkjum. Meiðsli héldu honum frá næstu leikjum en hann byrjaði þrjá af síðustu fimm leikjum í undankeppninni. Skoraði þó ekkert mark en byrjaði svo síðustu tvo æfingaleiki Íslands fyrir HM, og skoraði í báðum. Honum finnst hann ekki hafa fengið nægt traust undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis á sínum tíma.Erfitt þegar klukkan tifar á hliðarlínunni „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð í viðtali eftir Argentínuleikinn. Alfreð er markaskorari af guðs náð. Með frábæra fyrstu snertingu, mikinn leikskilning en ekki sá fljótasti. Markaskorun hans með félagsliðum undanfarin ár er í sérflokki þegar kemur að atvinnumönnum erlendis. Jón Daði er aftur á móti minni markaskorari, virkar þindarlaus og eldfljótur. Sumir hafa talið hæfileika Jóns Daða passa betur í íslenska liðið sem verst löngum stundum. Hann hleypur úr sér lungun og gerir varnarmönnum andstæðinganna erfitt fyrir. Alfreð lét vel finna fyrir sér í leiknum gegn Argentínu fyrir utan að nýta færið þegar það gafst. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð eftir leikinn.Lars Lagerbäck með Heimi Hallgrímsson við sína hægri hönd tóku til hjá landsliðinu og gáfu liðinu þá trú að það gæti tryggt sér sæti á stórmótum í fótbolta.Vísir/VilhelmVerður að taka mið af mótherjanum Lars var spurður að því á opnum fundi Félags atvinnurekenda árið 2015 hvernig hægt væri ítrekað að horfa framhjá kröftum Alfreðs sem þá var markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni. „Þetta er spurning um jafnvægi. Þó við reynum alltaf að hugsa um okkar styrkleika verður maður að taka mið af hverju mótherjinn er góður í. Þetta er eitt af þessu áhugaverða við fótbolta,“ sagði Lars. Erfitt var að gagnrýna bekkjarsetu Alfreðs á sínum tíma enda gengið undanfarin ár heilt yfir verið lyginni líkast. Í það minnsta samanborið við árin á undan.Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu.vísir/vilhelmHverjir byrja gegn Nígeríu? Heimir var spurður að því við komuna til Kabardinka á sunnudag hvort Alfreð hefði ekki fengið nægt traust hjá Lars. „Hann (Alfreð) verður bara að svara fyrir sig í þessum málum. Við spiluðum auðvitað svolítið öðruvísi leikstíl,“ segir Heimir. Undir stjórn Lars og Heimis spilaði Ísland undantekningalítið 4-4-2 en voru með einn framherja gegn Argentínu. „Þetta leikkerfi sem við spiluðum í gær (á laugardaginn) spiluðum við ekki með Lars. Þetta er bara eitthvað sem hann (Alfreð) verður að svara fyrir.“ Koma verður í ljós hvernig Heimir stillir upp gegn Nígeríu. Í æfingaleiknum gegn Gana byrjaði Heimir með þá Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð í tveggja framherja kerfi. Björn Bergmann kom inn á undir lokin í Argentínuleiknum fyrir Alfreð. Jón Daði sat allan tímann á bekknum.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Alfreð Finnbogason er eini Íslendingurinn í sögunni sem hefur skorað mark fyrir íslenska landsliðið á HM. Augljós staðreynd en það var ekki jafnaugljóst að Alfreð yrði í byrjunarliðinu gegn Argentínu síðastliðinn laugardag. Mark hans um miðjan fyrri hálfleik slökkti á stuðningsmönnum tvöföldu heimsmeistaranna og tryggði okkar mönnum stig. Margir höfðu spáð í spilin varðandi byrjunarliðið. Reiknað var með því að aðeins einn framherji myndi byrja og virtist valið standa á milli Alfreðs og Jóns Daða Böðvarssonar. Alfreð skoraði í síðustu tveimur æfingaleikjum fyrir HM en Jón Daði hefur skorað tvö mörk fyrir landsliðið á sex ára tímabili. Þeir eru hins vegar ólíkar týpur og með ólíka styrkleika. „Okkur fannst engin spurning miðað við hvernig leikurinn myndi spilast að Alfreð væri rétti senterinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í Akraborginni í gær.Alfreð er með frábæra fyrstu snertingu og sýndi það hér þegar hann tók listavel við boltanum gegn Argentínu.Vísir/VilhelmBer traust til allra framherjanna „Þetta snýst ekkert um traust við vitum allir hvað Alfreð getur. Hann hefur verið okkar markaskorari eftir að Kolbeinn meiddist. En við berum líka fullt traust til hinna senteranna,“ segir Heimir. Undir stjórn þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var Kolbeinn Sigþórsson fyrsti kostur í framherjann. Næstur, yfirleitt, var Jón Daði Böðvarsson og um tíma var Eiður Smári Guðjohnsen í samkeppni um sæti í liðinu. Tölfræði Alfreðs með landsliðinu er alls ekki slæm, raunar nokkuð góð. Mark í tæplega þriðja hverjum landsleik og í mörgum þeirra kom hann inn á sem varamaður. 48 leikir og 14 mörk. Mark á 176 mínútna fresti. Alfreð er langlíklegasti framherjinn til að hirða markamet Eiðs Smára með landsliðinu, 26 mörk. Í undankeppni HM 2014 byrjaði Alfreð þrjá leiki af tíu. Þá var hann í byrjunarliðinu í seinni umspilsleiknum gegn Króatíu vegna meiðsla Kolbeins. Ísland tapaði þremur af þessum fjórum leikjum. Hann kom svo inn á í samanlagt 75 mínútur í leikjunum fimm á EM 2016.Byrjunarliðið í 2-0 tapinu gegn Króatíu í Zagreb. Landsliðið sá aldrei til sólar í leiknum en lærði mikið af honum.Vísri/VilhelmByrjaði ekki keppnisleik í þrjú ár Síðan í tapinu í Zagreb í nóvember 2013 byrjaði Alfreð ekki keppnisleik með landsliðinu fyrr en í september 2016. Gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018, þegar Heimir var orðinn aðalþjálfari og Lars hættur. Hann skoraði eftir aðeins sex mínútur í 1-1 jafntefli. Hann skoraði í 3-2 sigrinum á Finnum og aftur í 2-0 sigrinum á Tyrkjum. Meiðsli héldu honum frá næstu leikjum en hann byrjaði þrjá af síðustu fimm leikjum í undankeppninni. Skoraði þó ekkert mark en byrjaði svo síðustu tvo æfingaleiki Íslands fyrir HM, og skoraði í báðum. Honum finnst hann ekki hafa fengið nægt traust undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis á sínum tíma.Erfitt þegar klukkan tifar á hliðarlínunni „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð í viðtali eftir Argentínuleikinn. Alfreð er markaskorari af guðs náð. Með frábæra fyrstu snertingu, mikinn leikskilning en ekki sá fljótasti. Markaskorun hans með félagsliðum undanfarin ár er í sérflokki þegar kemur að atvinnumönnum erlendis. Jón Daði er aftur á móti minni markaskorari, virkar þindarlaus og eldfljótur. Sumir hafa talið hæfileika Jóns Daða passa betur í íslenska liðið sem verst löngum stundum. Hann hleypur úr sér lungun og gerir varnarmönnum andstæðinganna erfitt fyrir. Alfreð lét vel finna fyrir sér í leiknum gegn Argentínu fyrir utan að nýta færið þegar það gafst. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð eftir leikinn.Lars Lagerbäck með Heimi Hallgrímsson við sína hægri hönd tóku til hjá landsliðinu og gáfu liðinu þá trú að það gæti tryggt sér sæti á stórmótum í fótbolta.Vísir/VilhelmVerður að taka mið af mótherjanum Lars var spurður að því á opnum fundi Félags atvinnurekenda árið 2015 hvernig hægt væri ítrekað að horfa framhjá kröftum Alfreðs sem þá var markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni. „Þetta er spurning um jafnvægi. Þó við reynum alltaf að hugsa um okkar styrkleika verður maður að taka mið af hverju mótherjinn er góður í. Þetta er eitt af þessu áhugaverða við fótbolta,“ sagði Lars. Erfitt var að gagnrýna bekkjarsetu Alfreðs á sínum tíma enda gengið undanfarin ár heilt yfir verið lyginni líkast. Í það minnsta samanborið við árin á undan.Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu.vísir/vilhelmHverjir byrja gegn Nígeríu? Heimir var spurður að því við komuna til Kabardinka á sunnudag hvort Alfreð hefði ekki fengið nægt traust hjá Lars. „Hann (Alfreð) verður bara að svara fyrir sig í þessum málum. Við spiluðum auðvitað svolítið öðruvísi leikstíl,“ segir Heimir. Undir stjórn Lars og Heimis spilaði Ísland undantekningalítið 4-4-2 en voru með einn framherja gegn Argentínu. „Þetta leikkerfi sem við spiluðum í gær (á laugardaginn) spiluðum við ekki með Lars. Þetta er bara eitthvað sem hann (Alfreð) verður að svara fyrir.“ Koma verður í ljós hvernig Heimir stillir upp gegn Nígeríu. Í æfingaleiknum gegn Gana byrjaði Heimir með þá Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð í tveggja framherja kerfi. Björn Bergmann kom inn á undir lokin í Argentínuleiknum fyrir Alfreð. Jón Daði sat allan tímann á bekknum.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira