Hótar enn hærri tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:10 Fjöldamörg bandarísk fyrirtæki reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Vísir/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00