Umræðustjórnmál 30. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun