Innlent

Bein útsending: Frekari aðgerðir ríkisins og viðbrögð frá atvinnulífinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórn Íslands ætlar að kynna frekari aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. 

Vísir og Stöð 2 Vísir verða í beinni útsendingu frá klukkan 11:25 en blaðamannafundurinn sjálfur hefst 11:30. Þá verður textalýsing hér að neðan.

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður meðal annars framhald á hlutabótaleiðinni kynnt og sömuleiðis stuðningur hins opinbera við launagreiðslur fyrirtækja sem hafa farið illa út úr faraldrinum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kynna aðgerðirnar í upphafi fundar. Í framhaldinu mun fréttastofa fá viðbrögð frá aðilum í ráðherraliðinu og atvinnulífinu í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×