Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir eiga von á sínu fyrsta barni.
Þetta kemur fram í færslu frá Arnóri á Instagram. Þar skrifar hann: „Við erum þakklát og spennt fyrir næsta kafla í okkar lífi saman.“
Á myndinni má sjá Vigdísi halda á sónarmynd og Arnór heldur á hundinum Kríu. Falleg fjölskyldumynd sem sjá má hér að neðan.