Seinni bylgjan: Snorra Stein dreymir um þjálfa landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 14:00 Snorri Steinn hefur þjálfað Val síðan 2017. Ekki er langt síðan hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða