Efnasameind skyld karríkryddi hugsanlega lækning við Alzheimer Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. desember 2011 12:00 Alzheimer. Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að geta stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og hefur það þegar stöðvað framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf svo vitað sé. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir rannsóknina mjög athyglisverða. "Það er verið að horfa á efnasameind sem er afleidd af karríkryddi og hefur taugaverndandi og fjölþætt áhrif á miðtaugakerfið í rannsóknarmódelum. Þannig að hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun varðandi Alzheimer-sjúkdóm," segir Pálmi. Talið er að lyfið geti einnig nýst til að stöðva aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma. "Nálgunin er sú að horfa á verndun miðtaugakerfisins og örvun á nývexti. Hugmyndin er að varðveita taugasímana þar sem taugafrumurnar tala við hver aðra," bætir Pálmi við. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota það á fólk í tilraunaskyni en óvíst er hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel telur Pálmi að það muni líða sjö til tíu ár þar til það fer í sölu en það væri stórt skref fyrir mannkynið. "Það er verið að sýsla með meðul sem hugsanlega hafa væg áhrif á einkenni en ekkert sem breytir náttúrusögunni en það er það sem okkur vantar og þess vegna eru svona rannsóknir gríðarlega mikilvægar," segir Pálmi að lokum. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að geta stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og hefur það þegar stöðvað framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf svo vitað sé. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir rannsóknina mjög athyglisverða. "Það er verið að horfa á efnasameind sem er afleidd af karríkryddi og hefur taugaverndandi og fjölþætt áhrif á miðtaugakerfið í rannsóknarmódelum. Þannig að hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun varðandi Alzheimer-sjúkdóm," segir Pálmi. Talið er að lyfið geti einnig nýst til að stöðva aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma. "Nálgunin er sú að horfa á verndun miðtaugakerfisins og örvun á nývexti. Hugmyndin er að varðveita taugasímana þar sem taugafrumurnar tala við hver aðra," bætir Pálmi við. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota það á fólk í tilraunaskyni en óvíst er hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel telur Pálmi að það muni líða sjö til tíu ár þar til það fer í sölu en það væri stórt skref fyrir mannkynið. "Það er verið að sýsla með meðul sem hugsanlega hafa væg áhrif á einkenni en ekkert sem breytir náttúrusögunni en það er það sem okkur vantar og þess vegna eru svona rannsóknir gríðarlega mikilvægar," segir Pálmi að lokum.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira