Innlent

Hefja leit við Þorlákshöfn vegna sjóblauts fatnaðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leitin einskorðast við höfnina við Þorlákshöfn
Leitin einskorðast við höfnina við Þorlákshöfn vísir/vilhelm

Uppfært klukkan 14.58: Fötin sem um ræðir höfðu verið skilin eftir af drengjum sem voru að sulla í fjörunni í gær. Þeir höfðu allir skilað sér heim og voru leitarflokkar því afturkallaðir.

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót.

Um er að ræða stuttbuxur, skó og sokka en í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekki sé vitað til þess að neins sé saknað, rétt þyki þó að bregðast við með því að bregðast strax við og kanna málið.

Þá er þess óskað að ef einhver kunni skýringar á eða þekki til fatnaðarins sem fannst í fjörunni, hafi sá hinn sami samband við lögregluna á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×