Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera 19. nóvember 2010 18:58 „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi." Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi."
Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06