Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 09:00 Bílarnir frusu fastir við veginn og voru svo klakabrynjaðir að hvorki sást inn um þá né út um þá. kyndill Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent