Lífið

Walker flaug allri fjölskyldunni til landsins á einkaþotu og var fagnað á PÜNK

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg afmælisveisla á sunnudagskvöldið.
Skemmtileg afmælisveisla á sunnudagskvöldið.

Tónlistarmaðurinn Alan Walker og kærasta hans Viivi Niemi hafa verið hér á landi síðustu daga eins og Vísir greindi frá í gær.

Walker mætti með alla fjölskylduna til landsins og er hópurinn alls 14 manna. Foreldrar Walker og systkini er með þessum 22 ára heimsþekkta tónlistarmanni. Hópurinn kom til landsins með einkaflugvél sem lenti á Reykjavíkurflugvelli á dögunum.

Alan Walker er Norðmaður sem fæddist í Bretlandi og gaf til að mynda út lagið Faded á árið 2015 og hefur myndbandið við lagið 2,6 milljarða spilana á YouTube þegar þessi frétt er skrifuð.

Hópurinn fór á dögunum í Bláa Lónið og hefur ferðast um landið. Einn úr hópnum átti afmæli á sunnudagskvöldið og var haldið upp á það með pompi og prakt á veitingastaðnum PÜNK við Hverfisgötu 20. 

Hér að neðan má sjá myndband frá sunnudagskvöldinu frá Instagram-síðu Walker og Viivi Niemi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.