Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. Vont veður er um mest allt landið og hefur Veðurstofa Íslands gefið út viðvaranir vegna veðursins í öllum landshlutum, vegna vinds eða hríðar. Vetrarfærð er um mest allt land.
Samkvæmt Vegagerðiini eru vegir víða ófærir eða lokaðir á Vesturland, Vesfjörðum, Norðurlandi og við suðurströndina.
Hellisheiði: Óvissustig, vegurinn gæti lokað með stuttum fyrirvara. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 14, 2020