Lýðræði í verki á öllum sviðum Björn Þorsteinsson skrifar 19. nóvember 2010 07:30 Ein þeirra grundvallarskoðana sem Íslendingar hafa gengið út frá er að þeir búi við þjóðskipulag sem megi með réttu kenna við lýðræði. Sama gildir um önnur Vesturlönd. En á síðustu árum, og af ærnu tilefni, hafa æ fleiri fundið sig knúin til að spyrja sig sjálf og aðra um réttmæti þessarar almennu skoðunar - ekki síst hér á þessu landi. Er Ísland réttnefnt lýðræðisríki? Ekkert er eðlilegra en að örvænt sé um ástand lýðræðisins í ríki sem orðið hefur fyrir jafn miklum áföllum og Ísland. Hvernig má það vera að landið hafi sætt þessum hörmungum ef það laut lýðræðislegri stjórn, sem þá hlýtur að þýða stjórn allra þegna með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi? Hvað brást? Var þetta allt okkur þegnunum að kenna - úr því að valdið býr hjá okkur? Sé litið á svið stjórnmálanna kynnu margir að segja að við kusum þetta yfir okkur. En þá verður strax að bæta því við, svo allrar sanngirni sé gætt, að ekki var margra kosta völ. Stjórnmálaflokkar þessa lands eru svo sviplíkir í reynd að vandséð er að tala eigi um þá í fleirtölu. Og eitt þeirra lykilatriða sem þeir hafa aldrei séð ástæðu til að hrófla við er sú staðreynd að lýðræði tíðkast ekki á sviði efnahagslífsins. Með öðrum orðum kusum við einmitt ekki yfir okkur þá menn sem kenndu sig við óljósa víkingarómantík og sólunduðu botnlausu bólufé sínu í svallveislur og spilavíti markaðshyggjunnar - og fóru í leiðinni langt með að leggja íslenska ríkið í rúst. Hvaða lærdóm má draga af þessum hörmungum? Hvernig má koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig? Vanmáttur ríkisvaldsins gagnvart auðmönnunum, fum þess og fát, afhjúpar djúpstæðan misbrest í þjóðskipulaginu sem ekki verður lagaður með því einu að efla eftirlit og grátbiðja markaðsmenn um að „bæta siðferði sitt". Lýðræðislega kjörin stjórnvöld mega sín einfaldlega lítils gagnvart peningavaldinu við núverandi aðstæður. Hvað er þá til ráða? Svarið liggur eiginlega í augum uppi: lýðræðið þarf að teygja anga sína lengra, það þarf að ná inn í fyrirtækin sjálf. En er það gerlegt? Svarið er afdráttarlaust já - auðvitað er hægt að reka fyrirtæki lýðræðislega, og það hefur verið gert með góðum árangri. Gott dæmi um slíkt er Mondragón-samvinnufélagið sem er sjöunda stærsta fyrirtæki Spánar og hefur starfað í rúm 60 ár með afar góðum árangri. Stjórn fyrirtækisins er lýðræðislega kjörin og hver starfsmaður hefur eitt atkvæði. Spurningin er einföld: úr því að okkur er treyst til að velja okkur fulltrúa sem stjórna landinu, af hverju ættum við þá ekki að vera þess umkomin að velja okkur fulltrúa í stjórn fyrirtækjanna sem við störfum hjá? Sömu rök gilda að sjálfsögðu um stofnanir ríkisins - þær ætti að lýðræðisvæða á sama hátt. Nú er lag að láta á þessar hugmyndir reyna á Íslandi og raunar víðar. Lýðræði á efnahagssviðinu yrði ótvírætt skref í þá átt að rekstur fyrirtækja og stofnana taki að þjóna hagsmunum allra þegna en ekki bara fárra stjórnenda og eigenda sem skara sífellt eld að sinni köku. Lýðræðisleg fyrirtæki hljóta eðli málsins samkvæmt að lúta öðrum markmiðum en óseðjandi hagvexti, gróðafíkn og umhverfisspjöllum. Þau verða lóð á vogarskálar þeirrar hugsjónar að peningar eigi að þjóna fólki en ekki öfugt. Þannig rís krafan um lýðræði að nýju eins og alda sem brotnar á rústum þjóðskipulags sóunar, útþenslu og sukks sem við höfum alltof lengi mátt búa í. Lýðræðisfélagið Alda sem starfa mun að samfélagsbreytingum í anda lýðræðis og sjálfbærni verður stofnað á laugardag kl. 16 í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2. Allt áhugafólk um þessi málefni er velkomið á fundinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein þeirra grundvallarskoðana sem Íslendingar hafa gengið út frá er að þeir búi við þjóðskipulag sem megi með réttu kenna við lýðræði. Sama gildir um önnur Vesturlönd. En á síðustu árum, og af ærnu tilefni, hafa æ fleiri fundið sig knúin til að spyrja sig sjálf og aðra um réttmæti þessarar almennu skoðunar - ekki síst hér á þessu landi. Er Ísland réttnefnt lýðræðisríki? Ekkert er eðlilegra en að örvænt sé um ástand lýðræðisins í ríki sem orðið hefur fyrir jafn miklum áföllum og Ísland. Hvernig má það vera að landið hafi sætt þessum hörmungum ef það laut lýðræðislegri stjórn, sem þá hlýtur að þýða stjórn allra þegna með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi? Hvað brást? Var þetta allt okkur þegnunum að kenna - úr því að valdið býr hjá okkur? Sé litið á svið stjórnmálanna kynnu margir að segja að við kusum þetta yfir okkur. En þá verður strax að bæta því við, svo allrar sanngirni sé gætt, að ekki var margra kosta völ. Stjórnmálaflokkar þessa lands eru svo sviplíkir í reynd að vandséð er að tala eigi um þá í fleirtölu. Og eitt þeirra lykilatriða sem þeir hafa aldrei séð ástæðu til að hrófla við er sú staðreynd að lýðræði tíðkast ekki á sviði efnahagslífsins. Með öðrum orðum kusum við einmitt ekki yfir okkur þá menn sem kenndu sig við óljósa víkingarómantík og sólunduðu botnlausu bólufé sínu í svallveislur og spilavíti markaðshyggjunnar - og fóru í leiðinni langt með að leggja íslenska ríkið í rúst. Hvaða lærdóm má draga af þessum hörmungum? Hvernig má koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig? Vanmáttur ríkisvaldsins gagnvart auðmönnunum, fum þess og fát, afhjúpar djúpstæðan misbrest í þjóðskipulaginu sem ekki verður lagaður með því einu að efla eftirlit og grátbiðja markaðsmenn um að „bæta siðferði sitt". Lýðræðislega kjörin stjórnvöld mega sín einfaldlega lítils gagnvart peningavaldinu við núverandi aðstæður. Hvað er þá til ráða? Svarið liggur eiginlega í augum uppi: lýðræðið þarf að teygja anga sína lengra, það þarf að ná inn í fyrirtækin sjálf. En er það gerlegt? Svarið er afdráttarlaust já - auðvitað er hægt að reka fyrirtæki lýðræðislega, og það hefur verið gert með góðum árangri. Gott dæmi um slíkt er Mondragón-samvinnufélagið sem er sjöunda stærsta fyrirtæki Spánar og hefur starfað í rúm 60 ár með afar góðum árangri. Stjórn fyrirtækisins er lýðræðislega kjörin og hver starfsmaður hefur eitt atkvæði. Spurningin er einföld: úr því að okkur er treyst til að velja okkur fulltrúa sem stjórna landinu, af hverju ættum við þá ekki að vera þess umkomin að velja okkur fulltrúa í stjórn fyrirtækjanna sem við störfum hjá? Sömu rök gilda að sjálfsögðu um stofnanir ríkisins - þær ætti að lýðræðisvæða á sama hátt. Nú er lag að láta á þessar hugmyndir reyna á Íslandi og raunar víðar. Lýðræði á efnahagssviðinu yrði ótvírætt skref í þá átt að rekstur fyrirtækja og stofnana taki að þjóna hagsmunum allra þegna en ekki bara fárra stjórnenda og eigenda sem skara sífellt eld að sinni köku. Lýðræðisleg fyrirtæki hljóta eðli málsins samkvæmt að lúta öðrum markmiðum en óseðjandi hagvexti, gróðafíkn og umhverfisspjöllum. Þau verða lóð á vogarskálar þeirrar hugsjónar að peningar eigi að þjóna fólki en ekki öfugt. Þannig rís krafan um lýðræði að nýju eins og alda sem brotnar á rústum þjóðskipulags sóunar, útþenslu og sukks sem við höfum alltof lengi mátt búa í. Lýðræðisfélagið Alda sem starfa mun að samfélagsbreytingum í anda lýðræðis og sjálfbærni verður stofnað á laugardag kl. 16 í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2. Allt áhugafólk um þessi málefni er velkomið á fundinn.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun