Boston 1 - Indiana 2 29. apríl 2005 00:01 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira