Dallas 1 - Houston 2 29. apríl 2005 00:01 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig. NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig.
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira