Birgir Leifur byrjaði illa
![](https://www.visir.is/i/266E20C149E8EECA4F1E37368E370CB234C1AF0E1F842686F914690EF95D01C9_713x0.jpg)
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk leik á þremur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamóti í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur er í 56.-72. sæti, en aðeins 11 kylfingar náðu að leika undir pari á fyrsta hring.