NBA á Sýn um helgina 29. apríl 2005 00:01 Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður. NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður.
NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira