Lífið

Kynntust fyrir tilviljun og hafa búið út á sjó í tíu ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafa verið úti á sjó í um tíu ár. 
Hafa verið úti á sjó í um tíu ár. 

Brian og Karin Trautman hafa búið í bát í yfir tíu ár. Þau hafa siglt því sem samsvarar þrisvar sinnum hringinn í kringum jörðina og komið í sex af sjö heimsálfum.

Parið nýtir sólaorkuna til að ná rafmagni úti á sjó og vindurinn gefur þeim byr í seglin.

Með sérstökum búnaði ná þau alltaf að hafa nægilega mikið drykkjarvatn en hjónin koma við á land á um það bil þriggja til sex mánaða fresti til að fylla bátinn af nauðsynjavörum. Þetta hafa þau gert í tíu ár og er fjallað um líf þeirra á YouTube-síðunni Exploring Alternatives.

Í dag eiga þau unga stúlku sem er aðeins sex mánaða. Brian er Bandaríkjamaður og Karin er Svíi. Hann starfaði áður sem tölvunarfræðingur.

Einn daginn ákvað Brian að selja allar eigur, kaupa sér bát og leggja af stað í átján mánaða reisu. Karin var að læra landslagsarkitektúr í Ástralíu og hitti Brian þegar hún var í bakpokaferðalagi í Nýja-Sjálandi. Hann bauð henni að koma með sér í siglingu yfir eina helgi og núna rúmlega níu árum seinna eru þau enn saman úti á sjó.

Þau framleiða sjálf YouTube-myndbönd og reyna að skapa tekjur með því.

Í þættinum hér að neðan er hægt að sjá heimili parsins og umfjöllunina um þau.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.