Innlent

Helgi í fjórða sætið

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar

Helgi Hjörvar þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Verði það niðurstaðan mun Helgi skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkrukjördæmanna í komandi kosningum. Helgi hafnaði í fimmta sæti í síðasta prófkjöri. Hann segir kröfuna um endunýjun verða að haldast í hendur við reynslu.

Í samtali við fréttastofu segist Helgi ánægður með að Jóhanna verði forsætisráðherraefni flokksins og segir að öll hennar reynsla, heiðarleiki og trúverðugleiki hafi skipt miklu máli. Hann segir einnig mikilvægt að Ingibjörg Sólrún ætli að leggja þetta fram við landsfundinn svo Jóhanna fái skýrt umboð hans að leiða flokkinn í næstu kosningum.

Aðspurður um mótframboð Jóns Baldvins í formannsslag komandi landsfundar segir Helgi að Samfylkingin sé lýðræðislegur flokkur og öllum mönnum sé frjálst að bjóða sig fram.

Hann segir endurnýjunarkröfuna vera sjálfsagða og eðlilega og hún muni ábyggilega koma fram í prófkjörinu sjálfu. „Það er hinsvegar mikilvægt að hún fari saman við reynsluna. Það er einnig athyglisvert að þeir tveir þingmenn sem lengst hafa setið á alþingis séu kallaðir til forystu á þessum erfiðu tímum," segir Helgi og á þar við Jóhönnu og Steingrím J. Sigfússon.

Ágúst Ólafur Ágústsson sem ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi kosningum skipaði umrætt fjórða sæti eftir síðasta prófkjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×