Viðskipti erlent

Efnahagslífið mun „staulast“ út þetta ár

Warren Buffet
Warren Buffet

Milljarðamæringurinn Warren Buffet segir að efnahagslífið muni staulast út þetta ár á meðan fjármálafyrirtækin eru að jafna sig á tapinu sem fylgdi kæruleysislegum lánum í tengslum við sprengjuna á húsnæðismarkaði.

Standard & Poor´s 500 mun líklega vaxa um þriðjung á næstu 44 árum, rétt eins og það gerði á tímabilinu síðan Buffet tók yfir Berkshire Hathaway árið 1965. Þetta sagði Buffet í dag í árlegu fréttabréfi til hluthafa sinna.

Það er Bloomberg sem greinir frá.

Á meðan Buffet og viðskiptafélagi hans Charlie Munger geta ekki spáð fyrir um hvernig hlutabréfaverð muni þróast á árinu eru þeir vissir um að „efnahagslífið muni staulast út árið 2009, og líklega eitthvað lengur," skrifaði hann í fréttabréfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×