Innlent

„Meinlítið vetrarveður“ á landinu í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Landmannalaugum í vetrarklæðum
Frá Landmannalaugum í vetrarklæðum Vísir/Vilhelm

Meinlítið vetrarveður er í kortunum á landinu öllu í dag samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands sem birtist á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að bjart verði með köflum en dálítil él norðan- og austanlands fram eftir degi. Búast má við norðvestan strekkingi austast í dag, annars á vindur að vera fremur hægur og kalt verður í veðri. Hæg norðlæg eða breytileg átt. Frost á bilinu 0 til 10 stig og kaldast í innsveitum landsins.

Á morgun, sunnudag, er búist við austan kalda og éljum á landinu sunnanverðu en veður mun vera bjartara norðan heiða. Á mánudag er spáð meiri snjókomu en dagana á undan á Austfjörðum, Suður- og Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×