Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:01 Rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. Vísir/Vilhelm Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá mun einnig 13 flugmönnum hjá Air Iceland Connect verða sagt upp um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) til fjölmiðla. Þar segir jafnframt að þegar mest var hafi tæplega 600 flugmenn starfað hjá Icelandair. Verkefni félagsins nú sé að styðja við flugmenn og veita þeim aðstoð í erfiðum aðstæðum. Í tilkynningunni segir einnig að flugmenn Icelandair hafi staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. FÍA hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama: „Flugiðnaðurinn er slagæð í efnahag og hagkerfi þjóðarinnar, iðnaður sem heldur uppi um 72.000 störfum á Íslandi, beint eða óbeint. Ferðaiðnaður, sjávarútvegur og ótal fleiri atvinnugreinar reiða sig á greiðar og reglulegar flugsamgöngur. Sú mikla umferð sem fer um Keflavíkurflugvöll árlega er afrakstur áratuga vinnu Icelandair til að festa Ísland í sessi sem tengil eða miðpunkt milli heimsálfa (e. hub and spoke system). Sú mikilvæga staða er nú í hættu ef ekki verður gripið inn í með myndarlegum hætti. Flugmenn Icelandair hafa staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama, grípa inn í og tryggja áframhaldandi grundvöll reglulegra flugsamgangna milli Íslands og umheimsins. Icelandair þarf jafnframt að vera tilbúið til að rísa hratt upp þegar aðstæður gefa efni til. Við viljum leggja áherslu á að þetta er tímabundið ástand og þrátt fyrir höggin sem dynja á okkur flugmönnum og öðrum stéttum, þá munum við standa þetta af okkur,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá mun einnig 13 flugmönnum hjá Air Iceland Connect verða sagt upp um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) til fjölmiðla. Þar segir jafnframt að þegar mest var hafi tæplega 600 flugmenn starfað hjá Icelandair. Verkefni félagsins nú sé að styðja við flugmenn og veita þeim aðstoð í erfiðum aðstæðum. Í tilkynningunni segir einnig að flugmenn Icelandair hafi staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. FÍA hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama: „Flugiðnaðurinn er slagæð í efnahag og hagkerfi þjóðarinnar, iðnaður sem heldur uppi um 72.000 störfum á Íslandi, beint eða óbeint. Ferðaiðnaður, sjávarútvegur og ótal fleiri atvinnugreinar reiða sig á greiðar og reglulegar flugsamgöngur. Sú mikla umferð sem fer um Keflavíkurflugvöll árlega er afrakstur áratuga vinnu Icelandair til að festa Ísland í sessi sem tengil eða miðpunkt milli heimsálfa (e. hub and spoke system). Sú mikilvæga staða er nú í hættu ef ekki verður gripið inn í með myndarlegum hætti. Flugmenn Icelandair hafa staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama, grípa inn í og tryggja áframhaldandi grundvöll reglulegra flugsamgangna milli Íslands og umheimsins. Icelandair þarf jafnframt að vera tilbúið til að rísa hratt upp þegar aðstæður gefa efni til. Við viljum leggja áherslu á að þetta er tímabundið ástand og þrátt fyrir höggin sem dynja á okkur flugmönnum og öðrum stéttum, þá munum við standa þetta af okkur,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira