Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“ Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“
Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38
Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33
Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00