Fjársterkir einstaklingar lífæð knattspyrnudeilda Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 23:00 Jóhann Már Helgason var gestur í Sportinu í dag og fór yfir málin með Henry Birgi og Kjartani Atla. MYND/STÖÐ 2 SPORT Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15