Það sem læknirinn sagði mér Elín Hirst skrifar 9. október 2013 09:17 Ég átti samtal við sérfræðilækni á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Þetta er læknir sem er meðal okkar færustu sérfræðinga og ég hef alltaf tekið fullt mark á orðum hans. Hann sagði mér umbúðalaust hvernig ástandið á Landspítalanum væri. Orð hans voru eitthvað á þessa leið: „Þið stjórnmálamenn hafið ekki hugmynd um hve slæm staðan er hér, það endurspeglast í drögum að fjárlögum og því að ekkert viðbótarfé verður veitt til tækjakaupa eins og búist hafði verið við. Þetta er mun alvarlegri staða en ykkur órar fyrir. Það er að bresta á verulegur atgervisflótti héðan. Til dæmis kom sérfræðilæknir til starfa í vor en nú aðeins örfáum mánuðum síðar er hann að fara aftur til útlanda. Vinnuaðstaðan og kjörin eru vart boðleg. Við eigum orðið mjög erfitt með að fá ungt fólk sem er að koma úr sérfræðinámi til starfa. Sömuleiðis vilja ungir læknar sem útskrifast úr læknanámi ekki lengur koma hér til starfa. Það er þreyta hjá þeim sem eftir eru, sumir íhuga alvarlega að hætta og margir að minnka við sig starfshlutfall.“ Og læknirinn bætti við: „Ég tel verulega hættu á að starfsemin hér á spítalanum hreinlega hrynji einhvern daginn og það er styttra í það en margur heldur. Hvar verðum við stödd þá? Hvílíkt tjón sem það yrði fyrir þjóðfélagið og það yrði ekki auðvelt að byggja upp aftur við þessar aðstæður. Ég er alveg hissa á ykkur stjórnmálamönnum að fljóta svona sofandi að feigðarósi. Það getur orðið okkur öllum afar dýrkeypt á endanum. Mikilvægar deildir hér á spítalanum eins og krabbameinsdeildin, nýrnadeildin og hjartadeildin eru verulega laskaðar vegna manneklu og úrelts tækjakosts. Það getur ekki verið gott að vera Íslendingur með þessa algengu og alvarlegu sjúkdóma á meðan staðan er þessi. Hér er ekki verið að hrópa úlfur, úlfur og ábyrgð ykkar stjórnmálamanna er mikil en það er eins og þið skiljið ekki alvarleika þessa máls.“ Og læknirinn hélt áfram: „Ég held að ein skýringin á því hversu illa er komið fyrir Landspítalanum sé hversu seinþreytt starfsfólkið hér er til vandræða. Eljusemi þess hefur að mörgu leyti breitt yfir þann vanda sem hefur þróast. En nú er það orðið uppgefið af að hlaupa sífellt hraðar. Það hefur einnig verið hyldýpi á milli yfirstjórnenda spítalans í gömlu Templarahöllinni og okkar sem vinnum hér á gólfinu. Það þarf tvo til þrjá milljarða í neyðaraðstoð við spítalann strax ef það á að byrja að reyna að snúa þessu við.“ Mér sem alþingismanni og stjórnarliða leið ekki vel undir þessum fyrirlestri sérfræðilæknisins og ég finn mig knúna til að koma skilaboðum hans á framfæri opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við sérfræðilækni á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Þetta er læknir sem er meðal okkar færustu sérfræðinga og ég hef alltaf tekið fullt mark á orðum hans. Hann sagði mér umbúðalaust hvernig ástandið á Landspítalanum væri. Orð hans voru eitthvað á þessa leið: „Þið stjórnmálamenn hafið ekki hugmynd um hve slæm staðan er hér, það endurspeglast í drögum að fjárlögum og því að ekkert viðbótarfé verður veitt til tækjakaupa eins og búist hafði verið við. Þetta er mun alvarlegri staða en ykkur órar fyrir. Það er að bresta á verulegur atgervisflótti héðan. Til dæmis kom sérfræðilæknir til starfa í vor en nú aðeins örfáum mánuðum síðar er hann að fara aftur til útlanda. Vinnuaðstaðan og kjörin eru vart boðleg. Við eigum orðið mjög erfitt með að fá ungt fólk sem er að koma úr sérfræðinámi til starfa. Sömuleiðis vilja ungir læknar sem útskrifast úr læknanámi ekki lengur koma hér til starfa. Það er þreyta hjá þeim sem eftir eru, sumir íhuga alvarlega að hætta og margir að minnka við sig starfshlutfall.“ Og læknirinn bætti við: „Ég tel verulega hættu á að starfsemin hér á spítalanum hreinlega hrynji einhvern daginn og það er styttra í það en margur heldur. Hvar verðum við stödd þá? Hvílíkt tjón sem það yrði fyrir þjóðfélagið og það yrði ekki auðvelt að byggja upp aftur við þessar aðstæður. Ég er alveg hissa á ykkur stjórnmálamönnum að fljóta svona sofandi að feigðarósi. Það getur orðið okkur öllum afar dýrkeypt á endanum. Mikilvægar deildir hér á spítalanum eins og krabbameinsdeildin, nýrnadeildin og hjartadeildin eru verulega laskaðar vegna manneklu og úrelts tækjakosts. Það getur ekki verið gott að vera Íslendingur með þessa algengu og alvarlegu sjúkdóma á meðan staðan er þessi. Hér er ekki verið að hrópa úlfur, úlfur og ábyrgð ykkar stjórnmálamanna er mikil en það er eins og þið skiljið ekki alvarleika þessa máls.“ Og læknirinn hélt áfram: „Ég held að ein skýringin á því hversu illa er komið fyrir Landspítalanum sé hversu seinþreytt starfsfólkið hér er til vandræða. Eljusemi þess hefur að mörgu leyti breitt yfir þann vanda sem hefur þróast. En nú er það orðið uppgefið af að hlaupa sífellt hraðar. Það hefur einnig verið hyldýpi á milli yfirstjórnenda spítalans í gömlu Templarahöllinni og okkar sem vinnum hér á gólfinu. Það þarf tvo til þrjá milljarða í neyðaraðstoð við spítalann strax ef það á að byrja að reyna að snúa þessu við.“ Mér sem alþingismanni og stjórnarliða leið ekki vel undir þessum fyrirlestri sérfræðilæknisins og ég finn mig knúna til að koma skilaboðum hans á framfæri opinberlega.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun