Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2015 12:49 Sigmundur og Bjarni voru búnir að lofa Illuga stuðningi við óbreytt útvarpsgjald, en nú hins vegar bregður svo við að frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni. visir/stefán Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira