Stanford-nauðgunin: Joe Biden segist ævareiður yfir niðurstöðunni í opnu bréfi til fórnarlambsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 22:50 Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagðist í dag ævareiður vegna nauðgunarmálsins í Stanford. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en gerandinn í málinu, Brock Turner, hlaut aðeins sex mánaða dóm fyrir að nauðga ungri, meðvitundarlausri konu fyrir aftan ruslagám. Hámarksrefsing fyrir glæpinn er fjórtán ár. Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, skrifaði bréf til nauðgara síns sem hefur vakið athygli enda sýnir hún í því fádæma styrk og skilar skömminni þangað sem hún á heima. Konan las bréfið upp fyrir Turner þegar refsing hans var ákveðin. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. Nú hefur Biden ritað opið bréf til konunnar. Það var birt á Buzzfeed. „Ég er fylltur óstjórnlegri reiði – bæði yfir því að þetta hafi hent þig og yfir því að menningin okkar sé enn svo brengluð að þú hafir verið sett í þá stöðu að þurfa að verja eigin verðleika,“ skrifaði Biden. „Þetta hlýtur að hafa verið svo sárt að þurfa að endurlifa það sem hann gerði þér aftur. En þú gerðir það samt, í þeirri von að styrkur þinn myndi koma í veg fyrir að með sama hætti yrði brotið á einhverjum öðrum. Hugrekki þitt er svo mikið að maður stendur á öndinni.“ Biden hefur tjáð sig mikið í gegnum tíðina um kynferðisbrot í framhaldsskólum og talað gegn nauðgunarmenningunni sem hefur fengið að viðgangast þar, meðal ananrs á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Ég veit ekki hvað þú heitir en orð þín munu að eilífu vera brennimerkt á sálu minni. Menn og konur á öllum aldri ættu að vera skyldug til þess að lesa orðin þín,“ skrifaði Biden. „Orð sem ég vildi óska af öllu hjarta að þú hefðir aldrei þurft að skrifa.“ Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagðist í dag ævareiður vegna nauðgunarmálsins í Stanford. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en gerandinn í málinu, Brock Turner, hlaut aðeins sex mánaða dóm fyrir að nauðga ungri, meðvitundarlausri konu fyrir aftan ruslagám. Hámarksrefsing fyrir glæpinn er fjórtán ár. Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, skrifaði bréf til nauðgara síns sem hefur vakið athygli enda sýnir hún í því fádæma styrk og skilar skömminni þangað sem hún á heima. Konan las bréfið upp fyrir Turner þegar refsing hans var ákveðin. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. Nú hefur Biden ritað opið bréf til konunnar. Það var birt á Buzzfeed. „Ég er fylltur óstjórnlegri reiði – bæði yfir því að þetta hafi hent þig og yfir því að menningin okkar sé enn svo brengluð að þú hafir verið sett í þá stöðu að þurfa að verja eigin verðleika,“ skrifaði Biden. „Þetta hlýtur að hafa verið svo sárt að þurfa að endurlifa það sem hann gerði þér aftur. En þú gerðir það samt, í þeirri von að styrkur þinn myndi koma í veg fyrir að með sama hætti yrði brotið á einhverjum öðrum. Hugrekki þitt er svo mikið að maður stendur á öndinni.“ Biden hefur tjáð sig mikið í gegnum tíðina um kynferðisbrot í framhaldsskólum og talað gegn nauðgunarmenningunni sem hefur fengið að viðgangast þar, meðal ananrs á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Ég veit ekki hvað þú heitir en orð þín munu að eilífu vera brennimerkt á sálu minni. Menn og konur á öllum aldri ættu að vera skyldug til þess að lesa orðin þín,“ skrifaði Biden. „Orð sem ég vildi óska af öllu hjarta að þú hefðir aldrei þurft að skrifa.“
Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42