Stanford-nauðgunin: Joe Biden segist ævareiður yfir niðurstöðunni í opnu bréfi til fórnarlambsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 22:50 Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagðist í dag ævareiður vegna nauðgunarmálsins í Stanford. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en gerandinn í málinu, Brock Turner, hlaut aðeins sex mánaða dóm fyrir að nauðga ungri, meðvitundarlausri konu fyrir aftan ruslagám. Hámarksrefsing fyrir glæpinn er fjórtán ár. Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, skrifaði bréf til nauðgara síns sem hefur vakið athygli enda sýnir hún í því fádæma styrk og skilar skömminni þangað sem hún á heima. Konan las bréfið upp fyrir Turner þegar refsing hans var ákveðin. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. Nú hefur Biden ritað opið bréf til konunnar. Það var birt á Buzzfeed. „Ég er fylltur óstjórnlegri reiði – bæði yfir því að þetta hafi hent þig og yfir því að menningin okkar sé enn svo brengluð að þú hafir verið sett í þá stöðu að þurfa að verja eigin verðleika,“ skrifaði Biden. „Þetta hlýtur að hafa verið svo sárt að þurfa að endurlifa það sem hann gerði þér aftur. En þú gerðir það samt, í þeirri von að styrkur þinn myndi koma í veg fyrir að með sama hætti yrði brotið á einhverjum öðrum. Hugrekki þitt er svo mikið að maður stendur á öndinni.“ Biden hefur tjáð sig mikið í gegnum tíðina um kynferðisbrot í framhaldsskólum og talað gegn nauðgunarmenningunni sem hefur fengið að viðgangast þar, meðal ananrs á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Ég veit ekki hvað þú heitir en orð þín munu að eilífu vera brennimerkt á sálu minni. Menn og konur á öllum aldri ættu að vera skyldug til þess að lesa orðin þín,“ skrifaði Biden. „Orð sem ég vildi óska af öllu hjarta að þú hefðir aldrei þurft að skrifa.“ Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagðist í dag ævareiður vegna nauðgunarmálsins í Stanford. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en gerandinn í málinu, Brock Turner, hlaut aðeins sex mánaða dóm fyrir að nauðga ungri, meðvitundarlausri konu fyrir aftan ruslagám. Hámarksrefsing fyrir glæpinn er fjórtán ár. Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, skrifaði bréf til nauðgara síns sem hefur vakið athygli enda sýnir hún í því fádæma styrk og skilar skömminni þangað sem hún á heima. Konan las bréfið upp fyrir Turner þegar refsing hans var ákveðin. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. Nú hefur Biden ritað opið bréf til konunnar. Það var birt á Buzzfeed. „Ég er fylltur óstjórnlegri reiði – bæði yfir því að þetta hafi hent þig og yfir því að menningin okkar sé enn svo brengluð að þú hafir verið sett í þá stöðu að þurfa að verja eigin verðleika,“ skrifaði Biden. „Þetta hlýtur að hafa verið svo sárt að þurfa að endurlifa það sem hann gerði þér aftur. En þú gerðir það samt, í þeirri von að styrkur þinn myndi koma í veg fyrir að með sama hætti yrði brotið á einhverjum öðrum. Hugrekki þitt er svo mikið að maður stendur á öndinni.“ Biden hefur tjáð sig mikið í gegnum tíðina um kynferðisbrot í framhaldsskólum og talað gegn nauðgunarmenningunni sem hefur fengið að viðgangast þar, meðal ananrs á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Ég veit ekki hvað þú heitir en orð þín munu að eilífu vera brennimerkt á sálu minni. Menn og konur á öllum aldri ættu að vera skyldug til þess að lesa orðin þín,“ skrifaði Biden. „Orð sem ég vildi óska af öllu hjarta að þú hefðir aldrei þurft að skrifa.“
Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42