Lífið

Andri Snær vildi meiri kúabjöllu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Svona verður stuðið á Bessastöðum nái Andri Snær kjöri.
Svona verður stuðið á Bessastöðum nái Andri Snær kjöri. Vísir
Í gærkvöldi fóru fram styrktartónleikar fyrir forsetaframbjóðandann Andra Snæ Magnússon á skemmtistaðnum Húrra. Þar stigu á stokk nokkrir af þeim listamönnum sem vilja gjarnan sjá Andra á Bessastöðum og reyndar forsetaframbjóðandinn sjálfur sem steig trylltan dans með kúabjölluna.

Dagskráin var mjög fjölbreytt en á svið stigu meðal annars Bubbi Morthens, Mammút, KK Band og Valdimar Guðmundsson. Þegar stuð sveitin FM Belfast steig á svið gat Andri Snær ekki haldið aftur af sér, steig á svið og sló kúabjölluna eins og enginn væri morgundagurinn.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig stemmningin yrði á Bessastöðum í bestu partíunum.

Andri Snær er greinilega hlynntur þeirri hugmyndafræði sjónvarpsþáttanna Saturday Night Live að það megi alltaf bæta heiminn með auka slætti á kúabjöllunnar.

Hér má svo sjá hið víðfræga atriði SNL þar sem Christopher Walken og Will Ferrell fara á kostum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×