Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“
Um er að ræða Norðaustur – Suðvestur flugbrautina sem þarf að loka fyrir 29. september næstkomandi.
Aðspurð hvenær hún mun loka brautinni segir Ólöf ætla að hitta fulltrúa Isavia á morgun, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, á morgun og þar verða næstu skref ákveðin. „Rétturinn gefur ákveðið svigrúm þar. Við förum í það að uppfylla dóm Hæstaréttar.“
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið.
Ólöf Nordal er þeirrar skoðunar að ágreiningur í málinu hafi verið slíkur að nauðsynlegt hafi verið að fá niðurstöðu í það. „Og nú er niðurstaða æðsta dómstóls landsins komin og þá þarf ekki að spyrja frekar. Þá er þetta mál úr sögunni.“
Tengdar fréttir
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna
Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi.
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst.
Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn
Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður.