Auka níunda spor Andra F Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. júní 2016 10:51 Andri Freyr Alfreðsson, eða Andri F eins og hann kýs að kalla sig þegar hann mundar hljóðnemann, er 27 ára gamall hafnfirskur rappari. Hann er einn þeirra grjóthörðu sem hefur merkt sig fótboltafélaginu til lífstíðar og skartar stoltur húðflúðri FH-mafíunnar sem er traustur stuðningsmannahópur fótboltafélagsins. Eftir nokkra ára óreglu, sem olli því meðal annars að hann missti tengslin við skáldagyðjuna, hefur Andra F tekist að snúa við blaðinu og er nú aftur kominn á fullt í rappið eftir fimm mánaða edrúmennsku. Í gær gaf hann út fyrsta lagið í þrjú ár sem heitir Fyrirgefðu. Það má heyra hér að ofan. „Maður hefur verið í mikilli óreglu í gamla daga og ég vildi bara nota tækifærið til þess að biðjast afsökunar á hegðun minni í gegnum árin,“ segir Andri F og talar um lagið sem eins konar auka níunda spor við vini sína og ættingja en eitt af því sem menn eru hvattir til að gera í meðferð er að gera upp fortíð sína og misgjörðir. „Ég fékk hugmyndina af þessu lagi daginn sem ég kom úr meðferð. Ég var ákveðinn í því að láta þetta takast núna. Lokaði á alla neyslufélaga og geri þetta af alvörunni.“Heiðar félagi í FH-mafíunniÍ laginu styðja félagar Andra F við bakið á honum en um bakraddir sjá þau Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju og Pollapönk og Eyrún Eðvalds sem hefur starfað með gospelkór Jóns Vídalín. „Eyrún er búin að vera taka upp með mér í mörg ár. Mér dettur ekki í hug að taka upp án hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að gera. Ég og Heiðar erum náttúrulega báðir í FH-mafíunni og við bjuggum hlið við hlið þegar við vorum krakkar. Eyrún er meira áberandi en ég fékk þá hugmynd að fá einhvern til þess að þétta raddirnar og datt hann í hug.“ Þetta er fyrsta útgáfa Andra F frá því að hann gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013. Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Andri Freyr Alfreðsson, eða Andri F eins og hann kýs að kalla sig þegar hann mundar hljóðnemann, er 27 ára gamall hafnfirskur rappari. Hann er einn þeirra grjóthörðu sem hefur merkt sig fótboltafélaginu til lífstíðar og skartar stoltur húðflúðri FH-mafíunnar sem er traustur stuðningsmannahópur fótboltafélagsins. Eftir nokkra ára óreglu, sem olli því meðal annars að hann missti tengslin við skáldagyðjuna, hefur Andra F tekist að snúa við blaðinu og er nú aftur kominn á fullt í rappið eftir fimm mánaða edrúmennsku. Í gær gaf hann út fyrsta lagið í þrjú ár sem heitir Fyrirgefðu. Það má heyra hér að ofan. „Maður hefur verið í mikilli óreglu í gamla daga og ég vildi bara nota tækifærið til þess að biðjast afsökunar á hegðun minni í gegnum árin,“ segir Andri F og talar um lagið sem eins konar auka níunda spor við vini sína og ættingja en eitt af því sem menn eru hvattir til að gera í meðferð er að gera upp fortíð sína og misgjörðir. „Ég fékk hugmyndina af þessu lagi daginn sem ég kom úr meðferð. Ég var ákveðinn í því að láta þetta takast núna. Lokaði á alla neyslufélaga og geri þetta af alvörunni.“Heiðar félagi í FH-mafíunniÍ laginu styðja félagar Andra F við bakið á honum en um bakraddir sjá þau Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju og Pollapönk og Eyrún Eðvalds sem hefur starfað með gospelkór Jóns Vídalín. „Eyrún er búin að vera taka upp með mér í mörg ár. Mér dettur ekki í hug að taka upp án hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að gera. Ég og Heiðar erum náttúrulega báðir í FH-mafíunni og við bjuggum hlið við hlið þegar við vorum krakkar. Eyrún er meira áberandi en ég fékk þá hugmynd að fá einhvern til þess að þétta raddirnar og datt hann í hug.“ Þetta er fyrsta útgáfa Andra F frá því að hann gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013.
Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira