Borche: Þurfum að treysta ferlinu Árni Jóhannsson skrifar 9. janúar 2020 21:26 Borche er áhyggjufullur. vísir/bára „Stjarnan er náttúrlega með frábært lið og við vorum ekki tilbúnir í kvöld til að berjast við þá eins og við vorum ekki tilbúnir í bardagann gegn Njarðvík um daginn“, sagði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, þegar hann var spurður út í það hvað væri að hjá hans mönnum þessa stundina. ÍR tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Við erum aftur að tapa frákastabaráttunni og á köflum sýndum við ástríðu og baráttu en það dugir ekki að gera það í 5-10 mínútur heldur þarf að gera það í 40 mínútur. Við þurfum að finna ástríðuna okkar og menn þurfa að átta sig á því að þetta er ekki auðvelt og við sýndum mikið af veikleikamerkjum og það á heimavelli og það gerir mig áhyggjufullann. Við þurfum að treysta ferlinu og þurfum að byrja upp á nýtt. Seinustu tvær æfingar voru góðar og mennirnir sýndu góða takta á æfingu og reglan er að við spilum eins og við æfum. Þegar við aukum tempóið á æfingum þá fara úrslitin af vera okkur í hag. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik en óskum Stjörnunni til hamingju með leikinn sem eru í góðum takti en við eru algjörlega úr takti og eiginlega ekkert meira um það að segja. Okkur þarf að ganga betur næst“. Borche sagði eftir leikinn á móti Njarðvík að hann væri áhyggjufullur og var spurður að því hvort hann hafi séð eitthvað í kvöld sem minnkaði þær áhyggjur. „Nei því miður. Við erum töpuðum frákastabaráttunni með 20 fráköstum og þurfum meiri baráttu undir körfunni. Við erum ekki með stóran mann undir körfunni en mínir menn þurfa að átta sig á því að það þarf að berjast meira fyrir þessu. Þetta er mikið vandamál fyrir okkur sem við þurfum að leysa. Í fyrra vorum við liðið sem tók flest fráköst en í ár erum við líklegast neðst í þeim flokki. Við þurfum bara að treysta ferlinu og þurfum að koma nýjum mönnum inn í þetta og vonandi finnum við taktinn aftur“. Í ljósi vandræða ÍR-inga undir körfunni, þar sem þeir eru neðstir í frákastatöflunni, þá var Borche spurður hvort einhver möguleiki væri á því að ná í stóran mann undir körfuna en félagsskiptaglugginn er opinn enn þá. „Það er ekki fyrir mig að svara því. Ég lít á alla möguleikana en starfið mitt er að gera þá sem ég er með betri í körfubolta. Ég veit að mörg lið fengu nýja menn og við fengum Robert [Kovac] inn og þurfum að koma öllum í takt. Vonandi þá finnum við lausnina en ég veit ekki hvort það sé hægt að ná í stóran mann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Stjarnan er náttúrlega með frábært lið og við vorum ekki tilbúnir í kvöld til að berjast við þá eins og við vorum ekki tilbúnir í bardagann gegn Njarðvík um daginn“, sagði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, þegar hann var spurður út í það hvað væri að hjá hans mönnum þessa stundina. ÍR tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Við erum aftur að tapa frákastabaráttunni og á köflum sýndum við ástríðu og baráttu en það dugir ekki að gera það í 5-10 mínútur heldur þarf að gera það í 40 mínútur. Við þurfum að finna ástríðuna okkar og menn þurfa að átta sig á því að þetta er ekki auðvelt og við sýndum mikið af veikleikamerkjum og það á heimavelli og það gerir mig áhyggjufullann. Við þurfum að treysta ferlinu og þurfum að byrja upp á nýtt. Seinustu tvær æfingar voru góðar og mennirnir sýndu góða takta á æfingu og reglan er að við spilum eins og við æfum. Þegar við aukum tempóið á æfingum þá fara úrslitin af vera okkur í hag. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik en óskum Stjörnunni til hamingju með leikinn sem eru í góðum takti en við eru algjörlega úr takti og eiginlega ekkert meira um það að segja. Okkur þarf að ganga betur næst“. Borche sagði eftir leikinn á móti Njarðvík að hann væri áhyggjufullur og var spurður að því hvort hann hafi séð eitthvað í kvöld sem minnkaði þær áhyggjur. „Nei því miður. Við erum töpuðum frákastabaráttunni með 20 fráköstum og þurfum meiri baráttu undir körfunni. Við erum ekki með stóran mann undir körfunni en mínir menn þurfa að átta sig á því að það þarf að berjast meira fyrir þessu. Þetta er mikið vandamál fyrir okkur sem við þurfum að leysa. Í fyrra vorum við liðið sem tók flest fráköst en í ár erum við líklegast neðst í þeim flokki. Við þurfum bara að treysta ferlinu og þurfum að koma nýjum mönnum inn í þetta og vonandi finnum við taktinn aftur“. Í ljósi vandræða ÍR-inga undir körfunni, þar sem þeir eru neðstir í frákastatöflunni, þá var Borche spurður hvort einhver möguleiki væri á því að ná í stóran mann undir körfuna en félagsskiptaglugginn er opinn enn þá. „Það er ekki fyrir mig að svara því. Ég lít á alla möguleikana en starfið mitt er að gera þá sem ég er með betri í körfubolta. Ég veit að mörg lið fengu nýja menn og við fengum Robert [Kovac] inn og þurfum að koma öllum í takt. Vonandi þá finnum við lausnina en ég veit ekki hvort það sé hægt að ná í stóran mann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik