Misvísandi skilaboð frá Íran Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 15:15 Ráðamenn tóku á móti líki Soleimani í Teheran. Vísir/AP Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. Hershöfðinginn Amir Ali Hajizadeh, sem leiðir eldflaugasveitir Íran, sagði ríkið einnig hafa beitt tölvuárásum gegn sveitum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, samhliða eldflaugaárásunum. Hajizadeh var í viðtali við ríkissjónvarp Íran og hélt hann því fram þar að tugir bandarískra hermanna hefðu fallið og særst í árásunum. Það er ekki rétt, þar sem Bandaríkin, Írak og önnur ríki með hermenn á svæðinu segja enga hafa fallið. Árásir Írana voru gerðar vegna þess að Bandaríkin felldu hershöfðingjann Qasem Soleimani í loftárás í Írak á fimmtudaginn í síðustu viku. Sá stýrði Quds-sveitum íranska byltingarvarða og var einn valdamesti maður landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad, sem var svar við loftárásum Bandaríkjanna við á þær sveitir, sem voru svar við eldflaugaárásum þeirra sveita á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til. Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Stigu frá brúninni Trump sagði í kjölfar árásanna að hann ætlaði sér ekki að gera frekari árásir á Íran. Hins vegar yrðu lagðar nýjar viðskiptaþvinganir á Íran, ofan á þær sem þegar eru til staðar og hafa komið verulega niður á efnahagi landsins. Svo virðist sem báðir aðilar hafi ákveðið að taka skref aftur á bak í deilum þeirra en hótanirnar hafa þó haldið áfram. Það er mikill munur á ummælum ráðamanna og hershöfðingja í Íran. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagt að það yrði Bandaríkjunum verulega hættulegt að gera „önnur mistök“. Annars hefur hann gefið í skyn að Íran hafi ekki áhuga á frekari átökum. Auk yfirlýsinga Hajizadeh, sem nefndar eru hér að ofan, hafa aðrir hershöfðingjar verið mjög vígreifir en þeim yfirlýsingum virðist að miklu verið beint til íbúa Íran í áróðursskyni. Abdollah Araghi, meðlimur hershöfðingjaráðs Íran, sagði að byltingarverðirnir myndu hefna sín á Bandaríkjunum í framtíðinni og þær aðgerðir yrðu alvarlegar. Annar hershöfðingi sagði í samtali við fjölmiðla í Íran að eldflaugaárásirnar væru bara ein birtingarmynd hefndar Íran. „Við sendum tugi eldflauga beint í hjarta herstöðva þeirra í Írak og þeir gátu ekkert gert við því,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Sagði Soleimani hafa blóð hermanna á höndum sínum Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Trump sagði í gær að hendur Solemani hafi verið „baðaðar í blóði“ bandarískra hermanna. Þá hafa Trump-liðar sagt að Soleimani hafi verið að undirbúa frekari árásir á bandaríska hermenn og embættismenn. Ríkisstjórn Trump hefur þó ekki gengið vel að réttlæta árásina á Soleimani fyrir þingmönnum heima fyrir. Embættismenn kynntu málið fyrir öldungadeildarþingmönnum í gær og eftir kynninguna sögðust Demókratar ekki hafa séð réttlætingu. Repúblikanar, eða flestir þeirra, sögðu árásina réttlætanlega og að skiljanlegt væri að ekki væri hægt að opinbera allar upplýsingar sem að henni snúa. Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þó eftir fundinn að þetta hefði líklega verið versti slíki fundur sem hann hafi nokkurn tímann farið á. Hann sagði skilaboðin frá ríkisstjórninni einfaldlega felast í því að þingmenn ættu að „vera góðir strákar og stelpur og hætta að draga réttmæti árásanna í efa á almannafæri“. Lee sagði það vera „galið“. Alsír Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. 8. janúar 2020 18:30 Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. Hershöfðinginn Amir Ali Hajizadeh, sem leiðir eldflaugasveitir Íran, sagði ríkið einnig hafa beitt tölvuárásum gegn sveitum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, samhliða eldflaugaárásunum. Hajizadeh var í viðtali við ríkissjónvarp Íran og hélt hann því fram þar að tugir bandarískra hermanna hefðu fallið og særst í árásunum. Það er ekki rétt, þar sem Bandaríkin, Írak og önnur ríki með hermenn á svæðinu segja enga hafa fallið. Árásir Írana voru gerðar vegna þess að Bandaríkin felldu hershöfðingjann Qasem Soleimani í loftárás í Írak á fimmtudaginn í síðustu viku. Sá stýrði Quds-sveitum íranska byltingarvarða og var einn valdamesti maður landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad, sem var svar við loftárásum Bandaríkjanna við á þær sveitir, sem voru svar við eldflaugaárásum þeirra sveita á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til. Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Stigu frá brúninni Trump sagði í kjölfar árásanna að hann ætlaði sér ekki að gera frekari árásir á Íran. Hins vegar yrðu lagðar nýjar viðskiptaþvinganir á Íran, ofan á þær sem þegar eru til staðar og hafa komið verulega niður á efnahagi landsins. Svo virðist sem báðir aðilar hafi ákveðið að taka skref aftur á bak í deilum þeirra en hótanirnar hafa þó haldið áfram. Það er mikill munur á ummælum ráðamanna og hershöfðingja í Íran. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagt að það yrði Bandaríkjunum verulega hættulegt að gera „önnur mistök“. Annars hefur hann gefið í skyn að Íran hafi ekki áhuga á frekari átökum. Auk yfirlýsinga Hajizadeh, sem nefndar eru hér að ofan, hafa aðrir hershöfðingjar verið mjög vígreifir en þeim yfirlýsingum virðist að miklu verið beint til íbúa Íran í áróðursskyni. Abdollah Araghi, meðlimur hershöfðingjaráðs Íran, sagði að byltingarverðirnir myndu hefna sín á Bandaríkjunum í framtíðinni og þær aðgerðir yrðu alvarlegar. Annar hershöfðingi sagði í samtali við fjölmiðla í Íran að eldflaugaárásirnar væru bara ein birtingarmynd hefndar Íran. „Við sendum tugi eldflauga beint í hjarta herstöðva þeirra í Írak og þeir gátu ekkert gert við því,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Sagði Soleimani hafa blóð hermanna á höndum sínum Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Trump sagði í gær að hendur Solemani hafi verið „baðaðar í blóði“ bandarískra hermanna. Þá hafa Trump-liðar sagt að Soleimani hafi verið að undirbúa frekari árásir á bandaríska hermenn og embættismenn. Ríkisstjórn Trump hefur þó ekki gengið vel að réttlæta árásina á Soleimani fyrir þingmönnum heima fyrir. Embættismenn kynntu málið fyrir öldungadeildarþingmönnum í gær og eftir kynninguna sögðust Demókratar ekki hafa séð réttlætingu. Repúblikanar, eða flestir þeirra, sögðu árásina réttlætanlega og að skiljanlegt væri að ekki væri hægt að opinbera allar upplýsingar sem að henni snúa. Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þó eftir fundinn að þetta hefði líklega verið versti slíki fundur sem hann hafi nokkurn tímann farið á. Hann sagði skilaboðin frá ríkisstjórninni einfaldlega felast í því að þingmenn ættu að „vera góðir strákar og stelpur og hætta að draga réttmæti árásanna í efa á almannafæri“. Lee sagði það vera „galið“.
Alsír Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. 8. janúar 2020 18:30 Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. 8. janúar 2020 18:30
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09