Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 20:20 Engin kennsla fer fram í Fossvogsskóla út skólaárið. Vísir/vilhelm Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla. Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla.
Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12