Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 22:50 Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. AP/Craig Ruttle Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira